B.Ed verkefni

B.Ed verkefnið okkar fólst í því að búa til og þróa verkefni í upplýsingatækni fyrir leikskóla. Loks að miðla þeim verkefnum með aðstoð heimasíðu en við teljum að heimasíða sé góð leið til að miðla hugmyndum og verkefnum til sem flestra.

Okkur finnst meiri áhersla sé lögð á að grunnskólar nýti sér tæknina í kennslu og eru þar til margar góðar hugmyndir. Hins vegar virðist leikskólinn gleymast og að tæknin sé meira notuð sem miðill til samskipta leikskóla og heimilis. En þar er minna um að börn læri hvernig hægt sé að nýta tæknina sem námstæki til að auka nám þeirra.

Aðalflokkur verkefnanna var upplýsingatækni og undirflokkarnir voru sköpun, vísindi, útinám, læsi og samvinna. Út frá því voru þróuð verkefni sem tengjast þessum flokkum og verkefnin voru unnin og þróuð með því að prófa verkefnin á tveimur leikskólum. 

Síðan var heimasíðan búin til og við munum halda áfram að uppfæra hana reglulega með nýjum verkefnum eða hugmyndum alls staðar frá.

%d bloggers like this: