Vísindi

Vísindi geta haft ólíka merkingu fyrir hvern og einn en þau skiptast í fjölmarga undirþætti eins og eðlisfræði, læknisfræði eða stjörnufræði og svo mætti lengi áfram telja. Singer (1921) vildi ekki staðfesta hvað vísindi eru en vildi meina að vísindin séu þekking sem á eftir að uppgötva. Ljóð eftir Cyntia Cotton segir frá hvað vísindi eru að hennar mati en það er þekking, ferli, uppgötvun, að hafa gagnrýna hugsun, skilningur, skemmtilegt og krefjandi. Þetta er eitthvað af þeim hugtökum sem Cyntia notar til að lýsa hvað henni finnst hvað vísindin eru (Cotton, 2018).

Ferlið sem fer fram í vísindalegri vinnu skiptir meira máli heldur en útkoman (Feynmann, 2011). Þegar fólk er spurt um vísindi t.d. „hvernig keyrir maður mótorhjól?“ er oft svarað að vélin ýti mótorhjólinu áfram. En hvernig er hægt að staðfesta það? Með því að skoða ferlið við að setja saman mótorhjólið eða taka mótorhjólið í sundur. Þá er verið að skoða hvernig hlutirnir virkar og hvaða hlutir fara hvert. Þá öðlast meiri þekking um efnið sem er verið að skoða (Feynmann, 2011).

Mörg hugtök eru innan vísinda og með því að kenna vísindi er hægt að auka hugtaka skilning barna. Fram kemur í Aðalnámskrá leikskóla að leikskólar eigi að ýta undir vísindalegar hugsanir og hjálpa börnum að sjá tengsl, síðan orsök og afleiðingar í vísindalegri vinnu og þar með auka skilning og þekkingu á hugmyndum og hugtökum innan vísindi (mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011; Haukur Arason, 2011).

Að nýta upplýsingatækni til að kenna vísindi getur verið fræðilegt og aukið skilning og þekkingu barna um efnið sem er verið að læra um. Það eru mismunandi leiðir til þess að læra um vísindi með aðstoð snjalltækni eins og iPad og forrit. Börn sýna oft meiri áhuga þegar tækni á við og börn verða lausnarmiðari og auki rökhugsun (Kewalramani og Havu-Nuutinen, 2019). Góð leið líka til að samþætta vísindi og upplýsingatækni er að nýta verkfæri sem tengjast iPad til þess að leyfa börnum að vera með áþreifanlegan efnivið sem tengist síðan tölvu eða iPad. t.d smásjá eða önnur verkfæri (Kewalramani og Havu-Nuutinen, 2019).

Heimildaskrá:
Cotten, C. (2018). What Is Science?. Science and Children, 56(1), 30.

Feynmann, R. (1969).“What is Science?“. The Physics Teacher. 7(6).

Haukur Arason. (2011). Rannsóknir í Félagsvísindum XII : Félags- Og Mannvísindadeild : Erindi Flutt á Ráðstefnu í október 2011, 256-262.

Kewalramani, S. og Havu-Nuutinen, S. (2019). Preschool Teachers’ Beliefs and Pedagogical Practices in the Integration of Technology: A Case for Engaging Young Children in Scientific Inquiry. Eurasia Journal of Mathematics, Science and Technology Education, 15(12), DOI: https://doi.org/10.29333/ejmste/109949

Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2011). Aðalnámskrá leikskóla 2011. Sótt af https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/forsidumyndir/lokadrog-leiksk_vefur.pdf

Singer, C. (1921). WHAT IS SCIENCE?. British Medical Journal, 1(3156), 954-954.

%d bloggers like this: