Heimasíðan varð til út frá B.Ed. verkefni í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Ætlunin er að gefa leikskólakennurum hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með tækni í leikskólastarfi.Heimasíðan skiptist í forsíðu eða upphafssíðu, Upplýsingatækni með börnum, Verkefni, Tækni og forrit, Blogg og Um vefinn.
Á forsíðunni verða ljósmyndir sem við höfum fengið leyfi til að birta, enda sést ekkert í börnin. Einnig kemur þar fram tafla með stikkorðum.
Í Upplýsingatækni með börnum kemur fram fræðilegur texti um hvern þátt sem við erum að vinna með. Textinn er tekinn úr fræðikaflanum í B.Ed. verkefninu okkar og fylgir heimildaskrá með.
Verkefnin eru svo aðalmálið þar sem fram koma verkefnalýsingar fyrir hvert verkefni fyrir sig og hægt er að hlaða niður verkefnaspjöldum til að hafa sem stuðning í kennslu.
Tækni og forrit fjalla um hvert forrit og tækni fyrir sig. Þar er einnig sagt hvaða möguleikar forritið/tæknin býður uppá og vísað í kennslumyndbönd þar sem það á við.
Bloggið gefur okkur færi á að koma með innslög um það sem okkur finnst áhugavert.
Heimasíðan skiptist í forsíðu eða upphafssíðu þar sem verða ljósmyndir af börnum við störf og leik og einnig verður þar tafla með stikkorðum. Næsti flipi er Upplýsingatækni með börnum en þar kemur fram fræðilegur texti um hvern þátt sem við höfum unnið með. Textinn er t ekinn úr fræðikaflanum í B.Ed. verkefninu okkar og fylgir heimildaskrá með.
Því næst koma,Verkefni, Tækni og forrit, Blogg og Um vefinn. Verkefnin eru aðalmálið og þar má finna verkefnalýsingar fyrir hvert verkefni fyrir sig. Þar er hægt að hlaða niður verkefnaspjöldum til að hafa sem stuðning í kennslu.
Tækni og forrit fjalla um hvert forrit og tækni fyrir sig. Þar er einnig sagt hvaða möguleikar forritið/tæknin býður uppá og vísað í kennslumyndbönd þar sem það á við.
Bloggið gefur okkur loks færi á að koma með innslög um það sem okkur finnst áhugavert.
Allar myndir af leikskólastarfi á vefnum eru teknar af okkur og hafa fengið leyfi til að vera birtar af þeim sem myndirnar snertir (leikskólunum/foreldrum). Myndirnar eru þannig úr garði gerðar að ekki er hægt að greina hvaða börn eru á henni. Allur fræðitexti er skrifaður af okkur. Við vísum í aðrar heimasíður og kennslumyndbönd í Tækni og forrit. Einnig erum við með myndir af hvernig forritinn líta út í App store.