Í þessu verkefni er QR kóðin kynntur, kennurum leiðbeint hvernig lesið er úr honum og hvernig nálgast megi upplýsingar um það sem er á QR kóðanum.
Verkefnaspjald
Viðauki

Markmið
Markmiðið er að efla félagsþroska og að kynna stærðfræði fyrir börnum á skemmtilegan hátt. Þau vinna saman, læra á mælieiningar og geta skapað úr leirnum sem þau búa til sjálf.
Gott að hafa í huga
Gott er að plasta miðana með QR kóðunum því að síminn/spjaldtalvan á erfitt með að skanna miðann ef hann verður skítugur eða blautur.
Hægt er að gera leirinn á margvíslegan hátt, allt eftir hvað hentar. Til dæmis er hægt að leyfa börnunum að vinna tvö og tvö saman með sitthvorn leirinn, eða að þau vinna öll saman að einum leir.
Ýmsar umræður geta vaknað sem eru áhugaverðar og lærdómsríkar og því gott að vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem gætu orðið til. Eins og vangaveltur um áferðina á leirnum.
Hægt er að kynna litafræði með því að skipta leirnum í þrennt með grunnlitunum: gulum, rauðum og bláum. Þá geta þau blandað t.d. gulum og rauðum leir saman og fengið appelsínugulan leir.