Rafrænn hitamælir er sniðugt tæki sem gefur börnunum tækifæri til að kynnast hita. Þegar kennari er búin að tengja hitamælinn við snjalltæki er ekkert mál fyrir börnin að nota hann.
Það eru til margar tegundir af hitamælum en sá sem við fengum lánaðann heitir Wireless temprature frá Pasco. Auðvelt er að tengja saman iPad og hitamælinn og vinna síðan með mælingar í smáforritinu SPARKvue. SPARKvue sýnir graf fyrir hitastigið. Börn á leikskólaaldri geta auðveldlega unnið úr verkefninu og byrjað að læra að lesa úr grafi. Það sem börnin læra er að ef það er heitt vatn þá fer línan á grafinu upp en ef vatnið er kalt þá fer línan niður. Þarf ekki að vera flókið.
Það er hægt að kaupa þennan hitamæli í A4 https://a4.is/product/hitanemi