Um okkur

Jóhanna Stella Oddsdóttir

Er 33 ára gömul og er í leikskólakennaranámi. Ég útskrifast í febrúar 2020 með B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum. Stefnan er svo að byrja í framhaldsnámi haustið 2020.

Áhugamálin mín eru að ferðast, tækni og að vera með fjöldskyldunni minni. 

Í vinnunni finnst mér gaman að fást við allt það sem viðkemur tækni, ég hef hjálpað til með heimasíðugerð leikskólans og síðan alt muligt eins og á góðri dönsku.

Í leikskólanum fannst mér vanta góð verkefni til þess að efla skilning barna á tækjum og upplýsingatækni. Því var ákveðið að leggja áherslu á að búa til námsverkefni fyrir leikskólabörn tengt upplýsingatækni. 

Saga Hilma Sverrisdóttir

Ég er 25 ára gömul og er í leikskólakennnarafræði við Háskóla Íslands. Ætlunin er að útskrifast vorið 2020 með B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum. Stefni svo að því að byrja í framhaldsnámi haustið 2020.

Mér finnst gaman að lesa, spila og njóta návistar fjölskyldu og vina.
Ég hef unnið í u.þ.b. 3 ár alls í leikskóla en starfa ekki með náminu. Þegar ég var að vinna í leikskóla var ekkert sem mér fannst skemmtilegra en að sjá ljósaperur kvikna í litlum kollum. Að gefa börnunum tækifæri til að kveikja á ljósinu í kollinum sínum eru því mikil forréttindi sem ég hef unun af.

Hægt er að hafa samband við okkur á netfanginu: snjollborn@gmail.com

%d bloggers like this: