Sköpun

Sköpun er einn af grunnþáttum Aðalnámskrár leikskóla og þar stendur að sköpun eigi stóran þátt í námi barna og hægt er að tengja sköpun við alla aðra grunnþætti Aðalnámskrár leikskóla. Sköpunarþrá barna felst í forvitni og stuðlar að því að börn sýni frumkvæði (mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011).

Fólk hefur ólíkar skoðanir á því hvað sköpun sé en í grunninn er sköpun eitthvað sem fólk skapar og býr til nýja merkingu fyrir það sem skapað er. Sköpun kemur fram þegar fólk hefur ánægju af því sem er verið að gera. Maður verður meira skapandi ef áhuginn er mikill (Kemple og Nissenberg, 2000; Sternberg, R., 1988). Þegar verið er að skoða sköpun og hvað sköpun er þá sagði fræðimaðurinn Mihaly Csiksentmihaly að það eigi ekki að skoða hvað sköpun er, frekar að leitast eftir því hvar sköpunin finnist (Gardner, 1993). Í leikskólum skapa börn og búa eitthvað til á hverjum degi. Börn skapa með því að gera sjálf, koma sínar eigin hugmyndir og ákvarðanir um hvað eigi að gera. Börn geta skapað á fjölbreytilegan máta eins og að mála, skoða hvernig lím virkar, vera í hlutverkaleikjum eða búa til hljóð á hljóðfæri. Því er hægt að segja að sköpun finnst á leikskólum, oft á dag eru börn að læra og skapa eitthvað nýtt (Clare, 2012).

Eins og fram kemur hér fyrir ofan þá eflir sköpun forvitni, áhuga, uppgötvun og ímyndunaraflið. Sköpun er þegar maður skapar eitthvað nýtt eða ólíkt því sem maður kunni eða hefur gert áður. Það eykur forvitni og spennu og kemur með nýjar áskoranir fyrir viðkomandi (Gardner, 1993; mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011; Piirto, 2004).

Þráin til að skapa er í eðli barna en uppeldi og umhverfi getur haft áhrif sem ýmist hefta eða efla sköpun barna. Það þarf að undirbúa umhverfið þannig að það stuðli að aukinni sköpun og að það sé aðgengilegt fyrir börn. Börn sem eiga foreldra sem eru áhugasamir, hvetja börn til að tjá sig og segja frá og leyfa börnum að rannsaka á eigin forsendum eru oft meira skapandi heldur en foreldrar sem eru stífir, heftandi og hafa minni áhuga gagnvart sköpun (Kemple og Nissenberg, 2000; Piirto, 2004).

Gagnrýnin hugsun og aðferðir eru leiðir sem opna hugann fyrir sköpun og þar með nýjar og öðruvísi leiðir til að líta á umhverfið. Ferlið sem fer fram er því jafn mikilvægt eins og sköpunin sjálf. Í ferlinu eflist innsæi og sköpunarkraftur og tengist öðrum grunnþáttum eins og læsi, lýðræði og sjálfbærni. Sköpun þarf ekki eingöngu að tengja við listgreinar en það er hægt að nýta sköpun í sjálfbærni með því að finna aðrar leiðir í að nýta það sem er til (mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011).

Það skiptir miklu máli að virkja ímyndunaraflið þegar verið er að fjalla um sköpun. Þegar einhver fær hugmyndir, hugsanir og getur ímyndað sér hið ósýnilega þá er einstaklingurinn að skapa. Albert Einstein sagði að ímyndunaraflið væri mikilvægara en þekking en að þekkingin geti orðið sterkari sé hún notuð á skapandi hátt (Osborn, 1963).

Skapandi starf innan leikskóla er þegar kennari hvetur börn til að uppgötva, rannsaka og búa til eitthvað nýtt úr þeim efnivið sem til er. Kennarar eiga að gefa börnum tíma og næði til að skapa og bjóða upp á námsumhverfi sem stuðlar að sköpun. Hægt væri að hafa horn þar sem eru alls konar skriffæri og blöð. Sömuleiðis mætti skipta út borðum og stólum út fyrir mjúka púða og teppi. Þegar börnum líður vel í umhverfinu gefst tækifæri til fyrir frekari sköpun og börnin verða glaðari (Piirto, 2004).

Segja má að upplýsingatækni sé enn einn miðillinn til tjáningar og sköpunar. Ýmis tækniforrit eru til sem ýta undir sköpun barna, má þar nefna teikniforrit, hljóðforrit og forrit sem byggja á sögugerð (Lagergren og Holmberg, 2019). Í raun er allt skapandi ef barn nýtir sér það á skapandi hátt. Það snýst um að gefa barninu þau verkfæri sem það þarf til að skapa. Tæknin eykur fjölda tækifæra og þá möguleika sem barnið hefur til að sköpunar og samtvinnar marga þætti þar sem barnið vinnur með hljóð, texta og myndir til að búa til eigin sögu.

Heimildaskrá:
Clare, A. (2012). Creating a learning environment for babies and toddlers. Thousand Oaks, CA: Sage Publications

Gardner, H. (1993). Creating minds : An anatomy of creativity seen through the lives of Freud, Einstein, Picasso, Stravinsky, Eliot, Graham, and Gandhi. New York : BasicBooks 

Kemple, K., og Nissenberg, M. (2000). Nurturing Creativity in Early Childhood Education: Families Are Part of It. Early Childhood Education Journal, 28(1), 67-71. 

Lagergren , A., og Holmberg, K. (2019). Barn och förskollärare i digitala aktiviteter. Í K. Holmberg, A. Lagergren, Torfi Hjartarson, og E. Bøen, Lek och lärande med digitala verktyg i nordiska förskolor – Erfarenheter från två Nordplus-projekt 2015-2019 (bls. 15-34). Kaupmannahöfn: Nordplus. 

Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2011). Aðalnámskrá leikskóla 2011. Sótt af https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/forsidumyndir/lokadrog-leiksk_vefur.pdf 

Osborn, A.F. (1963). Applied Imagination: Principles and procedures of creative problem-solving. New York: Charles Scribner´s Sons 

Piirto, J.(2004). Understanding creativity. Scottsdale: Great Potential Press 

Sternberg, R. (1988). The Nature of creativity : Contemporary psychological perspectives. Cambridge : Cambridge University Press 

%d bloggers like this: