Skjávarpi og sköpun

Í þessu verkefni fá börnin tækifæri til að skapa mynd saman og kynnast þeim möguleikum sem skjávarpi býður upp á.

Verkefnaspjald

Markmið
Markmiðið er að börnin læri hvert af öðru og vinni saman að því að gera mynd. Ímyndunaraflið og sköpunarfrelsið á að ráða för.

Gott að hafa í huga
Passa upp á að börnin fái tækifæri til að prófa sig áfram og þróa eigin hugmyndir.

Það má gera ýmislegt spennandi í tengslum við skjávarpann, blaðið og þann efnivið sem börnunum dettur í hug að nota. 

Gott er að byrja á einföldum verkefnum til að kveikja áhuga og vekja athygli þeirra á þeim möguleikum sem skjávarpinn býður upp á.