Rafræn smásjá

Rafræn smásjá er góð leið fyrir börn að rannsaka umhverfið sitt ítarlega þar sem að smásjáin leyfir börnum að stækka umheiminn. 

Rafræn smásjá er auðveld í notkun og hægt er að tengja hana við tölvu eða spjaldtölvu. Hægt er að kaupa margar gerðir af smásjám, sumar eru tengdar með snúrum en aðrar eru þráðlausar.

Smásjáin sem við notuðum í þessu verkefni fæst í A4 og er þráðlaus. Hér er hlekkur á vöruna á síðu A4: https://a4.is/product/thradlaus-stafraen-lofasmasja-easi-scope-2

Til þess að tengja smásjána við spjaldtölvu eða tölvu þarf að nota smáforritið xploview. Hér er beinn hlekkur á smáforritið: https://apps.apple.com/us/app/xploview/id902451782

Það er auðvelt að tengja þetta en farið er í stillingar spjaldtölvunnar og þaðan í WiFi, þar finnur maður hvað smásjáin heitir og síðan eru tækin pöruð saman. Því næst er xploview opnað og þá á smásjáin að vera virk. Í forritinu er hægt að taka myndir með því að ýta á takka efst á smásjánni. Síðan er hægt að vinna meira með myndirnar, það er hægt að senda þær í önnur tæki, prenta þær út eða nota þær í öðru forriti.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: