Í þessu verkefni er búið til myndband með því að taka endurtekið myndir þar sem þau búa til hina ýmsu bókstafi úr líkamanum eða öðrum efnivið sem finna má í kennslurýminu.
Verkefnaspjald

Markmið
Markmiðið er að efla samvinnu og læsi. Það krefst samhæfingar að stilla upp fyrir hverja mynd svo úr verði myndband. Myndatökumaðurinn þarf að vera í góðum samskiptum við þann sem stillir upp.
Gott að hafa í huga
Það eru ýmsar leiðir til að nota Stop motion. Það krefst þjálfunar sem aðeins er hægt að fá með reynslu. Því oftar sem börnin fá tækifæri til að prófa forritið, því betri verða þau í því.
Þess vegna er gott að leyfa þeim að byrja á að prófa sig áfram og kynnast forritinu áður en farið er að gera verkefnið.