
Skjávarpi er tæki sem varpar efni frá tölvum eða snjalltækjum upp á vegg eða tjald. Hægt er að nýta skjávarpa í ýmisskonar verkefni með börnum. Skjávarpi fæst í nokkrum verslunum og á netinu en mikilvægt er að finna skjávarpa sem hentar hverjum leikskóla fyrir sig. Hér að neðan eru slóðir á nokkra skjávarpa sem gætu hentað leikskólastarfi:
Tölvulistinn: https://www.tl.is/products/skjavarpar__
Elko: https://elko.is/hljod-og-mynd/skjavarpar
Origo: https://verslun.origo.is/Sjonvorp-og-skjalausnir/Skjavarpar/1_934.action
Þegar tengja á skjávarpa við spjaldtölvu þarf sérstakt tengi sem heitir Apple Lightning í HDMI tengi sem fæst í Epli.is.
Gott er að hafa í huga að ekki þarf að vera með tjald ef hvítur veggur er til staðar í leikskólanum.