Í þessu verkefni er verið að vekja athygli á umhverfinu og ólíkum mynstrum, eins og sjá má í laufblaði, með rafrænni smásjá.
Verkefnaspjald

Markmið
Markmiðið er að börnin geti skoðað umhverfi sitt nánar með hjálp smásjánnar. Þau geta svo prentað út eða tekið myndir af því sem þau sjá og skapað út frá því eigin teikningar.
Gott að hafa í huga
Börnin þurfa tækifæri til að prófa sig áfram með smásjána og skoða sjálf það sem þau hafa áhuga á.
Það væri hægt að bjóða uppá smásjána í frjálsum stundum þar sem þau geta komið og farið eftir eigin hentisemi.
Ef prentari er ekki til staðar þá er hægt að taka mynd í Paint Sparkle forritinu og leyfa þeim að teikna þar.