Grænskjár er myndvinnslutækni þar sem fleiri en einn bakgrunnur er í mynd en það þarf að taka upp myndina með grænum eða bláum bakgrunni. Að vinna með grænskjá er ekki fyrir yngstu börnin heldur miklu frekar fyrir elsta hóp í leikskólum. Þegar er unnið með grænskjá þarf að velja bakgrunnsmynd sem mann langar að nota og síðan taka upp mynd eða myndband með grænu tjaldi fyrir aftan það sem á að vera í mynd. Möguleikarnir með grænskjá eru miklir og um að gera að leyfa hugmyndaflugi barnanna að ráða ferð.
Nokkur forrit bjóða upp á grænksjáar-vinnu, til að mynda iMovie og síðan Green Screen eftir Do Ink.

iMovie er í öllum iPödum og iPhone símum en það fylgdi nýlegri uppfærslu. Það er auðvelt að setja inn myndbönd frá Photos og þar er hægt að búa til myndband með aðstoð grænskjáar-tækninnar.
Hér að neðan er kennslumyndband eftir Lon.TV Extras sem sýnir hvernig grænskjávinnsla virkar í iPad.
Annað forrit sem er hægt að vinna með heitir Green Screen eftir do Ink. Hægt er að hlaða því niður frá App Store:

https://apps.apple.com/us/app/green-screen-by-do-ink/id730091131