Útinám

Útinám eða útikennsla er aðferð sem færir kennsluna út í nærumhverfi skólans og að kennsla fari reglulega fram utan skólastofunnar. Þegar kennslan er færð út í nærumhverfið bætast við fleiri kennsluaðferðir og námsmöguleikar fyrir börn. Skólastofan býður upp á ákveðna möguleika til náms en útinámið víkkar námsumhverfið og þar með bætir þekkingu barna. (Inga Lovísa Andreassen og Auður Pálsdóttir, 2014; Jordet, 1998).

Að vera úti og læra eflir þroska barna á marga vegu, skynþroska með því að snerta og fá að koma við alls konar efnivið og hluti og hreyfiþroska með því að fá að nota líkamann frjálsann. Þroski barna eflist með að uppgötva á eigin forsendum, rannsaka, leika, upplifa og fá að læra með því að gera. Því er útinám góð námsleið fyrir börn (Hammermann, Hammermann og Hammermann, 2001; Jordet, 1998).

Inga Lovísa og Auður (2014) flokka hugtök innan útináms í þrjá flokka sem eru grenndarkennsla, vettvangsferðir og loks staðtengt nám. Grenndarkennsla er þegar börn nálgast viðfangsefnið á mismunandi vegu og fá betri þekkingu um viðfangsefnið. Þá er talað um að viðfangsefnin í umhverfinu séu notuð sem uppspretta hugmynda í kennslu. Vettvangsferðir skilgreina þær sem ferðir sem farnar eru í nærumhverfinu eða lengri ferðir. Þetta eru stundir sem eiga að vera vel skipulagðar og útfærðar svo að árangur ferðanna sé sem bestur. Staðtengt nám er þegar námsumhverfið (þ.e.a.s. nærumhverfið) er notað sem vettvangur námsins og líka viðfangsefnið sem er verið að læra um. Það er þegar börn læra á vettvangi um staðinn sem þau eru á. Þá geta börnin uppgötvað umhverfið sitt og hvernig það sé hægt að bæta umhverfið á ólíka vegu. Börn fá tækifæri til að skoða og rannsaka náttúruna og þá mannlegu athafnir sem mótar umhverfið sem þau eru í.

Í Aðalnámskrá leikskóla kemur fram að börn eigi að fá tækifæri að upplifa náttúruna og umhverfið. Því þá læra börn að virða umhverfið og njóta að vera úti (mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011).

Breytt samfélag þýðir ný tækni og auðveldara er að kenna og prófa þegar hægt er að setja verkefnið í stafrænt form. Þá er hægt að fletta upp margvíslegum upplýsingum og bæta við nýrri þekkingu. Því mætti halda því fram að utanbókarlærdómur sé úreltur. Þess vegna á að leggja áherslu á, hvort sem það sé utan eða innan skóla, að nemendur læri notkun á nýjum miðlum, sköpun, ígrundun og túlkun. Þetta er allt hægt að tengja við útinám og nýta þessa tækni úti og þá geta nemendur fengið víðari skilning á efninu sem verið er að skoða (Inga Lovísa Andreassen og Auður Pálsdóttir, 2014). Útinám hefur mikla kosti og bætir samskipti og samvinnu barna. Börn læra um vísindi, útinám eykur vellíðan og heilsu barna (Kinsner, 2019).

Heimildaskrá:
Hammerman, D., Hammerman, William M, og Hammerman, Elizabeth L. (2001). Teaching in the outdoors. Danville, Ill : Interstate Publishers. 

Inga Lovísa Andreassen, og Auður Pálsdóttir. (2014). Útikennsla og útinám í grunnskólum. Reykjavík: Mál og menning. 

Jordet, A. (1998). Nærmiljøet som klasserom : Uteskole i teori og praksis. Oslo : Cappelen akademisk forlag. 

Kinsner, K. (2019). Fresh Air, Fun, and Exploration: Why Outdoor Play Is Essential for Healthy Development. YC Young Children,74(2), 90-92. 

Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2011). Aðalnámskrá leikskóla 2011. Sótt af https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/forsidumyndir/lokadrog-leiksk_vefur.pdf 

%d bloggers like this: