iPad

iPad er spjaldtölva frá tölvufyrirtækinu Apple Inc. Apple framleiðir margar tegundir af tæknivörum eins og síma, tölvur, spjaldtölvur, úr og fleira. 

iPad er auðveldur í notkun fyrir leikskólabörn og er í boði í leikskólunum tveimur sem við þróuðum verkefnin á, því völdum við að nota hann en eflaust er hægt að nota hvaða spjaldtölvu sem er.

iPad býður upp á mörg innbyggð forrit eins og myndavél, reiknivél, iMovie og upptöku svo eitthvað sé nefnt. Í þessari verkefnavinnu var aðallega notast við myndavélina, forrit frá þriðja aðila og iMovie.

Myndavélin sem er í iPad í dag hefur marga möguleika eins og taka mynd, myndband, taka myndband í hægmynd og timelapse. Myndir og myndbönd er síðan hægt að vinna og breyta eftir smekk.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: